Erlent

Forsætisráðherra Lesótó flýr land

Bjarki Ármannsson skrifar
Thomas Thabane segist óttast um líf sitt í Lesótó.
Thomas Thabane segist óttast um líf sitt í Lesótó. Vísir/AFP
Forsætisráðherra Afríkuríkisins Lesótó, Thomas Thabane, hefur flúið til Suður-Afríku. Hann segir herinn í landi sínu standa fyrir valdaráni um þessar mundir og að hann óttist um líf sitt.

Hann segir fréttastofu BBC að hann muni snúa aftur til Lesótó um leið og það sé öruggt að hann verði ekki drepinn. Fregnir hafa borist af því að ástandið í Maserú, höfuðborg landsins, hafi róast en hermenn hafa í dag lagt undir sig byggingar í borginni. Talsmenn hersins neita því að valdarán sé í gangi.

Lesótó er lítið og fjalllent ríki, sem liggur innan landamæra Suður-Afríku. Þar hefur herinn oft steypt stjórnvöldum af stóli frá því að sjálfstæði fékkst árið 1966.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×