Erlent

Forsætisráðherra Ísraels fordæmir íkveikjuárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íkveikjuárásir landtökumanna hafa færst í aukana.
Íkveikjuárásir landtökumanna hafa færst í aukana. VÍSIR/AFP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt íkveikjuárás sem átti sér stað á Vesturbakka Palestínu í nótt. 18 mánaða ungabarn lést er kveikt var í tveimur húsum í bænum Duma. Foreldrar barnins, bróðir og annað barn slösuðust einnig.

Ísraelskir landtökumenn eru grunaðir um verknaðinn en m.a. var orðið hefnd ritað á hebronsku á vegg annars hússins.

Ísraelski herinn leitar árásarmannana en slíkar árásir hafa færst í aukana. Talið er að öfgamenn séu með árásunum að hefna fyrir árásir á landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum.

Ísraelskir landtökumenn lentu í átökum við ísraelska lögreglu á miðvikudag þegar hálfbyggðar blokkir þeirra voru rifnar niður á landtökusvæðinu Beit-El. Hæstiréttur Ísrael hafði úrskurðað að blokkirnar hefðu verið byggðar ólöglega á palestínsku landssvæði.

Frelssisamtök Palestínu, PLO, líta svo á að ísraelska ríkisstjórnin beri fulla ábyrgð á árásunum.

Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Nickolay Mladenov, staðsettur í Jerúsalem fordæmdi árásarinar harkalega.

„Ég er hneykslaður á þeim íkveikjuárásum sem áttu sér stað í dag. Ég tek undir orð ísraelskra og palestínskra yfirvalda sem hafa harðlega fordæmt árásirnar. Árásirnar voru gerðar í pólitískum tilgangi og bera vitni um það hversu mikilvægt er að það finnist lausn finnist á deilunni án tafar.“


Tengdar fréttir

Barn lést í íkveikju

Átján mánaða palestínskur drengur fórst þegar eldur var kveiktur í tveimur íbúðarhúsum í bænum Douma á Vesturbakkanum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×