Innlent

Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza

Randver Kári Randversson skrifar
Sigmundur Davíð, forsætisráðherra sendi í dag Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bréf vegna stöðu mála á Gaza.
Sigmundur Davíð, forsætisráðherra sendi í dag Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, bréf vegna stöðu mála á Gaza.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza þar sem mikill fjöldi óbreyttra borgara hefur látið lífið að undanförnu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Í bréfinu fordæmir forsætisráðherra árásir og ofbeldi á báða bóga og kallar eftir tafarlausu vopnahléi svo hægt sé að koma nauðstöddum til hjálpar og finna friðsamlegar leiðir til lausnar deilunni. Kemur einnig fram að réttur Ísraels til sjálfsvarnar sé viðurkenndur í samræmi við alþjóðalög.

Forsætisráðherra kallar jafnframt eftir því að Ísrael axli sína ábyrgð á stöðu mála og láti þegar af hernaðaraðgerðum sínum á Gaza sem séu gríðarlega umfangsmiklar og veki alvarlegar spurningar í ljósi alþjóðlegra skuldbindinga og mannúðarsjónarmiða. Segir forsætisráðherra að hernaðaraðgerðir séu síst til þess fallnar að varanleg lausn náist í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×