Enski boltinn

Forráðamenn United snúa sér að Robben

Stefán Árni Pálsson skrifar
Van Gaal og Robben hafa áður unnið saman.
Van Gaal og Robben hafa áður unnið saman. vísir/getty
Síðustu vikur hafa reglulega komið fram fréttir þess efnið að forráðamenn Manchester United ætli sér að klófesta framherjann Thomas Muller frá þýsku meisturunum í FC Bayern.

Nú greina hollenskir miðlar frá því að félagið hafi snúið sér að öðrum leikmanni FC Bayern, Arjen Robben. De Telegraaf segir að félagið sé reiðubúið að greiða 73 milljónir punda eða því sem samsvarar tæplega fimmtán milljörðum íslenskra króna.

Robben yrði þá dýrasti leikmaður í sögu United og ensku úrvalsdeildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×