Enski boltinn

Forráðamenn Dunkin Donuts báðu stuðningsmenn Liverpool afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yfirmenn Dunkin Donuts þurftu að biðja alla stuðningsmenn Liverpool afsökunar eftir að þeir léku sér með Liverpool-merkið á twitter en það fór ekki vel í Liverpool-menn að sjá skjöld félagsins afbakaðan.

Dunkin Donuts er einn af bakhjörlum félagsins og eitt af auglýsingaherbrögðum fyrirtækisins var að umbreyta merki Liverpool í Dunkin Donuts merki.

Merkið var eins og steypt í mót Liverpool-merkisins en í stað You´ll never walk alone og Shankly-hliðsins var komið kaffibolli, kökur og slagorðið „America runs on Dunkin”.

Liverpool-fuglinn var skipt út fyrir merki Dunkin Donuts og í stað eilífðareldsins sitthvorum megin voru komnir tveir kaffibollar.

Undir myndinni stóð síðan: Elskar þú Liverpool merkið? Sendu okkur á twitter hvað þú vilt hafa á þínu merki og við gætum komið þér á óvart með því að láta draumsýn þína rætast.

Eftir að stuðningsmenn Liverpool tóku mjög illa í þessa tilraun  Dunkin Donuts til að vera sniðugir urðu forráðamenn fyrirtækisins að senda út sérstaka afsökunarbeiðni sem má sjá hér fyrir neðan.

Liverpool skrifaði undir margra milljóna punda samning við ameríska fyrirtækið í janúar 2014 en opinbera Liverpool-kaffið, Liverpool-teið og Liverpool-bakkelsið kemur frá Dunkin Donuts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×