Viðskipti innlent

Föroya bjór á námskrá Bjórskólans

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Andri Þór og Færeyja Gullið.
Andri Þór og Færeyja Gullið.
„Okkur er umhugað um vini okkar í Færeyjum og þeim til heiðurs höfum við ákveðið að setja Föroya Gull á námskrá Bjórskólans,"segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin fer með rekstur Bjórskólans og vilja þeir hjá Ölgerðinni sýna sáttavilja í deilunum gegn færeyska bjórframleiðandanum Föroya Bjór.

Sagt hefur verið frá því að Ölgerðin vilji bjórinn Föroya Gull af markaði. Fyrr í dag birti Vísir viðtal við lögmann Ölgerðarinar, Pál Rúnar M. Kristjánsson. Hann sagði það þó vera vel mögulegt að báðar bjórtegundirnar verði áfarm á markaði í óbreyttri mynd. Páll lagði áherslu á að málið væri í ferli og að Ölgerðin væri einungis að verja vörumerki sem fyrirtækið ætti skráð.

Andri Þór forstjóri tekur undir orð Páls: „Ég er sannfærður um að við leiðum þetta til lykta í bróðerni með frændum okkar frá Færeyjum."


Tengdar fréttir

Bjór og Gullæði

Kæri Andri Þór. Fréttir berast af hótun þinni um málsókn á hendur frændum okkar Færeyingum. Að vísu er haft eftir þér að þú viljir bara leita friðsamlegra leiða til sátta við færeysku ölgerðina Föroya Bjór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×