Innlent

Fornmunir almennings greindir á Þjóðminjasafninu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá greiningardegi safnins í fyrra.
Frá greiningardegi safnins í fyrra. Vísir/Valli
Á morgun er almenningi boðið að koma með eigin gripi í Þjóðminjasafnið í greiningu til sérfræðinga safnsins. Greiningin snýr að aldur, efni og uppruna gripanna.

„Þetta er mikilvægt fyrir fólk að fá að vita meira um gripina sína, en líka fyrir Þjóðminjasafnið að vita hvað fólk á þarna úti,“ segir Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins. Þetta er í 27. sinn sem safnið býður upp á slíka greiningu en Ólöf segir margt merkilegt hafa komið í ljós undanfarin ár.

„Oft er fólk til dæmis að koma með einhverja silfurmuni frá formæðrum sínum sem eru merktir einhverjum gullsmið og fólki finnst gaman að vita um það,“ segir hún. „Stundum er þetta einhver útskurður sem fólk vill láta lesa hvað stendur á. Þannig að það er allur gangur á þessu.“

Greiningin er ókeypis en fólk er beðið að hafa aðeins einn eða tvo gripi meðferðist. Aðeins fjörutíu gestir komast að. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×