Innlent

Fornbílafélagið gerði afmælisósk einhverfs drengs að veruleika

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Tólf ára einhverfur drengur með brennandi áhuga á fornbílum fékk sína heitustu ósk uppfyllta í dag þegar hópur fornbílaeigenda heiðraði hann á afmælisdaginn. 

Sigurður Björn á afmæli í dag en hann er með mikla fornbíladellu. Hann hefur farið á fornbílasafn og hefur safnað fornbílalíkönum í nokkur ár en dreymir um að eignast einn daginn sinn eigin fornbíl. Sigurður hefur fengið að sitja í einum slíkum en afmælisóskin var einmitt að fá að rúnta um í fornbíl.

Hann rak því upp stór augu þegar draumabíllin rann skyndilega í hlað og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar í ljós kom að fornbílafélagið eins og það leggur sig ákvað að kíkja í heimsókn til hans, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. 

„Ég á bara ekki til orð. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ segir Guðfinna Ingibjörg Sigurðardóttir, móðir Sigurðar Björns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×