Fótbolti

Formaðurinn mætti ekki með takkaskóna á æfingu landsliðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var létt yfir Guðna Bergssyni þegar Vísir hitti á hann á æfingu íslenska landsliðsins á Loro Borici-leikvanginum hér í Shkoder í Albaníu í gær.

„Það er tilhlökkun í mér og líka í hópnum. Samstaðan er mikil og stemningin góð,“ sagði Guðni í viðtalinu sem má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan.

Hann segist njóta þess að vera í nýju hlutverki með landsliðinu en hann var vitaskuld leikmaður og fyrirliði þess til margra ára. Leikurinn í kvöld verður sá fyrsti eftir að Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ.

Guðni geymdi þó formannsbindið uppi á hóteli á æfingunni í gær og var klár í slaginn í æfingagallanum.

„Ég er klár í vörnina ef þarf. Ég er reyndar ekki með réttu skóna enda þarf ansi mikið að gerast til að ég verði kallaður inn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×