Innlent

Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
„Við gætum sagt að það hafi hægst aðeins á þessu hjá okkur,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, í samtali við Vísi.

Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í deilunum. Guðmundur segir menn nú ganga um gólf í húsnæði ríkissáttasemjara og lítið þurfi til að viðræðunum ljúki.

„Það er svo erfitt að segja til um þetta. Við erum á mjög viðkvæmum stað og þetta gæti dottið öðru hvoru megin hvað á hverju,“ segir Guðmundur.

„Þetta er á mjög viðkvæmum stað og þetta er bara spurning um eftirgjöf á annan hvorn veginn hvort það verði farið í verkfall eða ekki. Það hefur í raun lítið breyst. Við erum bara að reyna að togast á hér um viðkvæm mál.“

Rætt var við Guðmund og Jens Garðar Helgason, formann samninganefndar SFS, í kvöldfréttum stöðvar 2 fyrr í kvöld. Viðtalið við þá má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×