Erlent

Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands

Atli Ísleifsson skrifar
Timo Soini, Juha Sipilä og Alexander Stubb í morgun.
Timo Soini, Juha Sipilä og Alexander Stubb í morgun. Vísir/AFP
Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun.

Timo Soini, leiðtogi þjóðernisflokksins Sannir Finnar, verður nýr utanríkis- og evrópumálaráðherra, en flokkurinn er efasemdaflokkur þegar kemur af frekari Evrópusamruna. Alexander Stubb, formaður Þjóðarbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra, verður nýr fjármálaráðherra.

Miðflokkurinn, Sannir Finnar og Þjóðarbandalagið hófu stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar þingkosninganna þann 19. apríl síðastliðinn þar sem Miðflokkurinn vann sigur.

Sjá einnig: Hver er þessi næsti forsætisráðherra Finna?

Sipilä sagði á fréttamannafundi í morgun að nauðsynlegt væri að ráðast í miklar aðhaldsaðgerðir til bjargar finnskum efnahag.

Fjórtán ráðherrar verða í nýju ríkisstjórninni sem er fækkun frá tíð fyrri ríkisstjórnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×