Innlent

Formaður og oddviti gengu úr félaginu

vísir/aðsend/vilhelm
Róbert Hlöðversson, oddviti A-listans - sameiginlegs framboðs Samfylkingar, Vinstri grænna og  Framsóknarflokksins undanfarin ár, sagði sig úr Samfylkingarfélaginu í Hveragerði í janúar. Ástæðan er sú að gengið var framhjá honum á fámennum fundi við val á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Róbert er ósáttur við framkomuna og sendi erindi til yfirstjórnar Samfylkingarinnar varðandi fundinn. Á fundinum voru greidd atkvæði um að Njörður Sigurðsson myndi leiða listann. Róbert var ómeðvitaður um þau plön. Fór svo að meirihluti fundarins, sem var fámennur, samþykkti tillöguna um Njörð í oddvitasætið.

Féllu öll atkvæði með Nirði ef frá eru talin atkvæði Róberts og Ingibjargar Garðarsdóttur, eiginkonu hans. Róbert og Ingibjörg, sem var formaður kjördæmaráðs Samfylkingarinnar á Suðurlandi, sögðu sig úr Samfylkingarfélaginu í Hveragerði bréfleiðis í kjölfar fundarins.

Félagsfundur Samfylkingarfélagsins fer fram í kvöld þar sem listi flokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar verður samþykktur.


Tengdar fréttir

Njörður leiðir listann í Hveragerði

Tillaga uppstillinganefndar að framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra í Hveragerði til bæjarstjórnarkosninga 2014 var samþykkt einróma á félagsfundi í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×