Handbolti

Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Þetta kom okkur mjög á óvart,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, um þá ákvörðun Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að hleypa Þýskalandi inn á HM í handbolta eftir brottfall Ástralíu.

EHF, Handknattleikssamband Evrópu, hafði áður tilnefnd Ísland sem fyrstu varaþjóð frá Evrópu fyrir mótið og fékk HSÍ staðfestingu þess efnis í síðasta mánuði.

Guðmundur var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að það sé í raun ekkert til ráða.

„Eftir því sem við best vitum eru reglurnar þannig að aukalið eigi að koma frá sömu heimsálfu og ríkjandi heimsmeistarar (Spánn). Ef það er búið að breyta reglunum höfum við ekki fengið tilkynningu um það.“

HSÍ hefur farið fram á viðbrögð frá bæði IHF og EHF vegna þessa máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×