Innlent

Formaður framsóknarkvenna fékk milljón frá ráðuneyti Gunnars Braga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Anna Kolbrún hefur verið formaður LFK síðan í janúar, en ekki kemur fram hvenær hún vann skýrsluna fyrir Gunnar Braga.
Anna Kolbrún hefur verið formaður LFK síðan í janúar, en ekki kemur fram hvenær hún vann skýrsluna fyrir Gunnar Braga. Vísir/Stefán

Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir, fékk 1,1 milljón króna frá utanríkisráðuneytinu, þar sem flokksbróðir hennar, Gunnar Bragi Sveinsson, er ráðherra, vegna skýrslu sem hún gerði um jafnréttismál.

Þetta kemur fram í svari Gunnars Braga um útgjöld ráðuneytisins vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa. Þar kemur fram að í heild hafi ráðuneytið 42,9 milljónir króna í þessi verkefni á árunum 2014 og 2015. Þar af greiddi ráðuneytið 33 milljónir árið 2014.

Anna Kolbrún tók við sem formaður LFK 11. janúar síðastliðinn af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík. Með Önnu í framkvæmdastjórn samtakanna situr meðal annars Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarmaður Gunnars Braga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×