LAUGARDAGUR 10. DESEMBER NÝJAST 06:00

Jafntefli ekki ólíkleg niđurstađa

SPORT

Formađur Femínistafélags Verzló: „Stelpan er mjög valdamikil í ţessu myndbandi“

 
Innlent
11:21 11. FEBRÚAR 2016

„Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi,“ sagði Sylvía Hall, formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun.

Þar ræddu þáttastjórnendur við Sylvíu um myndbandið umdeilda frá 12:00. Í DV á þriðjudag var haft eftir yfirkennara Verzlunarskólans að myndbandið hefði verið birt opinberlega án leyfis.

Í samtali við Vísi í gær sagði Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, að það væri ekki rétt. Myndbandið hefði farið fyrir ritskoðunarhópinn og vissi einfaldlega yfirkennarinn ekki af því fyrr en eftir að hafa látið ummælin falla í viðtalinu.

Sylvía sagði formann Femínistafélagsins, formann hagsmunaráðs, meðlim úr stjórn og tveir fulltrúar kennara og starfsmanna vera í þessum ritskoðunarhópi. Sylvía sagði þá sem skipa 12:00 vera hvað duglegasta í skólanum að bera efnið sitt undir ritskoðunarhópinn.

Hún sagði að það hefði verið afar lítillækkandi fyrir þá sem standa að þessum hópi að fá að heyra að myndbandið hefði verið birt opinberlega án þess að það hefði verið ritskoðað. Hún sagði þennan hóp skipaðan af skólastjórnendum til að fara eftir reglum sem settar voru fyrir nokkru en eitt af því sem er bannað er að áfengi komi fyrir í efni sem gefið er út á vegum skólans. 

Gagnrýni á myndbandið hefur að hluta til snúist um að stelpan sem leikur í umræddu myndbandi sé hlutgerð en Sylvía sagði við Brennsluna að það væri einhver tilhneiging í gang í að gera konur að fórnarlömbum. 

„Stelpan er mjög valdamikil í þessu myndbandi. Hún er sexy, ákveðin og óvenjulegt að sjá stelpu í þessari stöðu. Vanalega í bíómyndum sjáum við stelpur bíða eftir stráknum og þær eru krúttlegar. Þarna er stelpan töff og powerful. En samt þarf alltaf að lesa eitthvað meira í það þegar konur gera eitthvað en karlar. Þarna er stelpa fáklædd, þá er það orðið óviðeigandi, hún er lítillækkuð og það er verið að hafa vit fyrir henni,“ sagði Sylvía. 

Hún sagði Femínistafélagið hafa verið starfrækt í Verzlunarskólanum í þrjú ár og standi meðal annars að fyrirlestrum og fjáröflunum og þá stóð félagið fyrir Free The Nipple-deginum í fyrra sem vakti miklar athygli.

Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild í spilaranum hér fyrir ofan. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Formađur Femínistafélags Verzló: „Stelpan er mjög valdamikil í ţessu myndbandi“
Fara efst