Handbolti

Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum.

Það segir sig því sjálft að það er mikið álag á dómurunum sem oftar en ekki dæma fleiri en einn leik í umferð. HSÍ má því illa við miklum skakkaföllum í sínu dómaraliði.

„Við erum fáliðaðir en það er engin dómarakrísa,“ segir Guðjón en hvernig ætlar hann að fjölga dómurum?

„Með því að félögin taki hlutverk sitt alvarlega og fari að sinna dómaramálunum. Það er ekki nóg að búa til góða leikmenn og þjálfara. Það þarf líka að búa til dómara.“

HSÍ hefur reynt ýmislegt til þess að fjölga í dómarastéttinni og endaði með því að sekta félögin sem standa ekki vel að dómaramálunum. Það bar ekki tilætlaðan árangur.

„Við höfum reynt að fá félögin til þess að hugsa um þetta í dágóðan tíma en viðhorfið virðist vera þannig að það séu einhverjir aðrir sem eiga að sjá um þetta.“

Sjá má viðtalið við Guðjón hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×