Erlent

Formaður Demókrata segir af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Debbie Wasserman Schultz, formaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, ætlar að segja af sér eftir flokksþing flokksins í vikunni. Nýverið láku tölvupóstar úr búðum flokksins þar sem fram kemur að forsvarsmenn Demókrata virðast hafa reynt að bregða fæti fyrir framboð Bernie Sanders til forseta.

Hillary Clinton sigraði Sanders og verður hún formlega útnefnd frambjóðandi flokksins á þinginu.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni ræddu forsvarsmenn flokksins saman um hvernig mætti skemma fyrir framboði Sanders og var meðal annars rætt um að beina athygli að því að hann væri trúleysingi.

Sanders hefur kallað eftir því að Wasserman Shultz segði af sér. Stuðningsmenn Sanders höfðu lengi talið hana hafa verið hliðholla ClintonWasserman Schultz mun áfram vinna við framboð Clinton.

Eftir tilkynningu hennar hefur Sanders sagt að ákvörðunin hafi verið rétt með tilliti til framtíðar flokksins. Þörf væri á breytingum meðal stjórnenda hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×