Innlent

Formaður Bjartrar framtíðar situr fyrir svörum í beinni útsendingu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Umsjónarmenn Kosningaspjalls Vísis eru Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.
Umsjónarmenn Kosningaspjalls Vísis eru Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir. vísir/vilhelm
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi, situr fyrir svörum í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í dag en þátturinn er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi kosningar.

Þátturinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu Vísis sem og á vefnum. Áhorfendum Vísis gefst kostur á að spyrja frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í kosningunum út í þeirra helstu stefnumál og málefni með því að skrifa inn athugasemd við beinu útsendinguna á Facebook.

Fyrir útsendingu er einnig hægt að senda spurningar í gegnum tölvupóst á netfangið sunnak@365.is.

Kosningaspjall Vísis verður í beinni útsendingu virka daga fram að kosningum. Dregið var um í hvaða röð fulltrúar flokkanna koma í þáttinn en á morgun mætir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir hönd Viðreisnar.

20. október: Viðreisn

21. október: Flokkur fólksins

24. október: Húmanistar

25. október: Framsóknarflokkurinn

26. október: Sjálfstæðisflokkurinn


Tengdar fréttir

Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma

Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag.

Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“

Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×