Innlent

Foreldrar reyna að ná sáttum í fólskulegu líkamsárásarmáli

Bakkarnir í Breiðholtinu þar sem árásin átti sér stað.
Bakkarnir í Breiðholtinu þar sem árásin átti sér stað.
Unnið er að því að finna lausn á alvarlegu líkamsárásarmáli á milli foreldra barna sem í hlut eiga, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fjórir 12- 13 ára piltar hafi gengið í skrokk á sex ára dreng um helgina, með þeim afleiðingum að hann handleggs- og kinnbeinsbrotnaði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur málið ekki borist embættinu enn þá.

Heimildir Vísis herma að foreldrar sex ára drengsins vilji ná lausn í málið með foreldrum drengjanna sem réðust á þann yngri. Öllum er verulega brugðið vegna málsins.

Eins og fram kom í fréttum í morgun þá réðust piltarnir á drenginn á leiksvæði í Bökkunum. Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari lýsti því þannig að hann hefði verið staddur í Breiðholtinu um helgina þegar hann varð vitni að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð lá þá blóðugur í jörðinni en piltarnir forðuðu sér um leið og Þórarinn bar að.

Hann náði að elta einn piltanna uppi og fékk þá skýringu hjá honum að piltarnir hafi lamið þann yngri því þeir vildu fótbolta drengsins. Þeir þekktu ekki til barnsins.


Tengdar fréttir

Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barn

"Þetta var alveg hræðilegt. Þegar ég kom á svæðið liggur drengurinn blóðugur á jörðinni og þeir hlupu í burtu," segir Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari. Hann varð vitni að fólskulegri árás fjögurra 12 til 13 ára pilta á sex ára dreng.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×