Erlent

Foreldrar megi ekki hafna því að láta bólusetja börn sín

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/vilhelm
Alríkisdómari í Kaliforníu hafnaði því á föstudag að ný bólusetningarlöggjöf ríkisins brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin kváðu á um að öll börn skyldu bólusett gegn óháð því hvort foreldrar þeirra heimila það eður ei. Sagt er frá af San Francisco Gate.

„Það er sameiginlegur hagnaður samfélagsins að berjast gegn útbreiðslu smitsjúkdóma með skyldubundinni bólusetningu barna á skólaaldri,“ segir í niðurstöðu dómarans Dana Sabraw.

Sautján foreldrar, studdir af fjórum samtökum sem berjast gegn bólusetningum, höfðuðu málið til að fá lögunum hnekkt. Tilefni lagasetningarinnar var mislingafaraldur sem braust út árið 2014 og kom niður á fólki sem hafði ekki verið bólusett.

Að mati dómarans þurftu skoðanir foreldranna að víkja fyrir rétti yfirvalda til að tryggja heilsu og öryggi almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×