Innlent

Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Systkinin Kristjana Júlía, Hilmir Gauti, Jón Axel og Einar Árni.
Systkinin Kristjana Júlía, Hilmir Gauti, Jón Axel og Einar Árni.

„Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna,“ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest sig í affalli við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði í síðustu viku. Drengurinn hefur náð sér vel og leikur nú við systkini sín á Barnaspítala Hringsins. Hann verður líklega útskrifaður þaðan í vikunni.

„Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er aldeilis búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson, faðir Hilmis Gauta.

Foreldrar Hilmis Gauta segjast ekki hafa áttað sig á því að slysagildra væri í miðjum bænum og á stað þar sem drengirnir hafa oft leikið sér áður.

„Þetta kom náttúrulega okkur og flestum held ég mjög á óvart hversu mikil hætta leynist svona inni í miðju samfélagi, “ segir Bjarni.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 hittum við Hilmi og systkini hans og ræðum við foreldra hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×