Innlent

Fordæma takmörkun á aðgengi að framhaldsskólum

Samúel Karl Ólason skrifar
„Ríkisstjórn sem setur fram slíkar takmarkanir, þegar forgangsraða á varðandi fjárútlát ríkisins,  vanmetur mikilvægi náms án aldurstakmarkana.“
„Ríkisstjórn sem setur fram slíkar takmarkanir, þegar forgangsraða á varðandi fjárútlát ríkisins, vanmetur mikilvægi náms án aldurstakmarkana.“ Vísir/Stefán
Fagdeild fræðslu- og skólaráðgjafa, sem starfar innan Félagsráðgjafafélags Íslands, fordæmir alfarið þær takmarkanir sem uppi eru varðandi aðgengi þeirra sem eru 25 ára og eldri að námi í framhaldsskólum landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Fræðslu- og skólaráðgjafa FÍ.

„Ríkisstjórn sem setur fram slíkar takmarkanir, þegar forgangsraða á varðandi fjárútlát ríkisins,  vanmetur mikilvægi náms án aldurstakmarkana. Þeir sem eru 25 ára og eldri eru ekki fjölmargir, innan framhaldsskólanna, en engu að síður jafnverðugir menntunar og þeir sem yngri eru.“

Þá segir stjórnin að ástæður þess að fólk fari í nám á fullorðinsárum séu margar, en þyngst vegi lestrarerfiðleikar og persónulegar aðstæður fólk. Í tilkynningunni segir að ákvörðun um að meina fólki sem sé eldra en 25 aðgang á námi sé í beinni andstöðu við megináherslur í menntamálum á Íslandi.

„Aldurstakmarkanir vega að réttindum einstaklinga í lýðræðisríki og allt tal um jafnrétti til náms verða þess vegna innantóm orð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×