Innlent

Fordæma niðurfellingu máls gegn starfsmanni 101 leikskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkissaksóknari felldi niður mál gegn starfsmanni 101 leikskóla sakaður var um að hafa beitt ómálga barn ofbeldi.
Ríkissaksóknari felldi niður mál gegn starfsmanni 101 leikskóla sakaður var um að hafa beitt ómálga barn ofbeldi. Vísir/GVA
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að ríkissaksóknari felldi niður mál gegn starfsmanni 101 leikskóla sem sakaður var um að beita barn líkamlegu ofbeldi.

Í yfirlýsingunni segir að félagið fordæmir niðurfellingu málsins og segir það vera í mótsögn við núgildandi barnaverndarlög. Málið varði öll leikskólabörn og skýlausan rétt þeirra til að vera örugg í leikskólum án þess að velferð þeirra sé stofnað í hættu. Niðurfelling málsins er því aðför að þessu öryggi.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér:

Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík fordæmir niðurfellingu máls á hendur starfsmanni 101 leikskóla sem sakaður er og hefur viðurkennt að hafa beitt ómálga barn á leikskólanum líkamlegu ofbeldi.  Myndbandsupptökur staðfesta brotin en ákæruvaldið og lögreglan töldu ekki líklegt að málssókn leiddi til sakfellingar og láta því málið niður falla.

Umboðsmaður barna hefur harðlega gagnrýnt málsmeðferðina og telur að stuðst sé við eldri barnaverndarlög þar sem kveðið er á um að sýna þurfi fram á skaða til að ná fram sakfellingu.  Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík litur málið mjög alvarlegum augum en mál þetta varðar öll leikskólabörn og skýlausan rétt þeirra til að búa við öryggi í leikskólum án þess að velferð þeirra sé stofnað í hættu.  Að fella málið niður með þessum hætti er í mótsögn við núgildandi barnaverndarlög og er aðför að öryggi barna í leikskólum.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×