Erlent

Fordæma loftárásir á Jemen

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórnarher Sádi-Arabíu hefur gert fjölmargar loftárásir á Jemen síðustu daga.
Stjórnarher Sádi-Arabíu hefur gert fjölmargar loftárásir á Jemen síðustu daga. Vísir/AFP
Samtök hernaðarandstæðinga fordæma harðlega þær loftárásir sem hafa verið gerðar á Jemen síðustu daga.

Í ályktun frá samtökunum segir að þau fordæmi einnig að ekki sé rætt um jafn gróft ofbeldi gegn ríki á vettvangi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

„Samtökin hvetja jafnframt ríkisstjórn Íslands til að grípa inn í og mótmæla fyrirhuguðum innrásum í þetta stríðshrjáða ríki sem þegar hefur verið þjakað af því að vera einskonar tilraunavettvangur Bandaríkjanna fyrir siðlausar drónaárásir.

Samtök hernaðarandstæðinga krefjast þess að Ísland gagni fram fyrir skjöldu, gagnrýni frekari íhlutun, krefjist vopnahlés á svæðinu, verndi óbreyttra borgara og vinni gegn vopnasölu og vopnadreifingu á svæðinu.“


Tengdar fréttir

Tugir létu lífið í flóttamannabúðum

Loftárásir Sádi-Araba dynja áfram á uppreisnarmönnum í Jemen. Almennir borgarar létu lífið í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í borginni í gær. Óttast er að loftárásirnar geti orðið upphafið að styrjöld á milli Sádi-Arabíu og Írans.

Sádar herða sókn gegn Hútum

Arababandalagið samþykkir framhald lofthernaðar Sádi-Arabíu í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra hafa undanfarna daga varpað sprengjum á höfuðborgina Sanaa, með það að markmiði að lama varnir uppreisnarhreyfingar Húta.

Jemen sagt að hruni komið

Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×