Viðskipti erlent

Ford hagnast loks á Evrópu

Finnur Thorlacius skrifar
Aðeins 0,5% af hagnaði Ford varð til í Evrópu.
Aðeins 0,5% af hagnaði Ford varð til í Evrópu.
Ford hefur fulla ástæðu til að fagna nú um stundir en fyrri helmingur ársins skilaði meiri hagnaði en í fyrra og að auki tókst loks að snúa við viðvarandi tapi á rekstrinum í Evrópu. Hagnaður fyrir skatta hjá Ford nam 296 milljörðum króna og skilar 40 sentum á hlut en spár hlutabréfamarkaðar NYSE höfðu spáð 36 sentum á hlut.

Langmest af hagnaði Ford varð til í heimalandinu Bandaríkjunum, en örlítill hluti hans varð til í Evrópu og skilaði starfsemin þar 1,6 milljarða króna hagnaði, en sama niðurstaða í fyrra var 35 milljarða tap. Er þetta í fyrsta sinn í 3 ár sem starfsemin í Evrópu skilar hagnaði og spáir Ford því að hagnaður verði af árinu í Evrópu.

Einnig myndaðist hagnaður af rekstri í Asíu og skilaði það Ford 18,1 milljarði króna, örlítið meira en í fyrra. Ford áætlar að fyrirtækið muni ná fyrirætluðum hagnaði ársins uppá 7-8 milljarða dollara, eða 800-900 milljarða króna. Því þarf hagnaður á seinni helmingi ársins að verða nokkru meiri en á fyrri helmingnum, en þannig er það er nú jafnan hjá bílframleiðendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×