Bílar

Ford Focus RS með 350 hestöfl

Finnur Thorlacius skrifar
Ford Focus ST.
Ford Focus ST. Autoblog
Mikið hestaflakapphlaup er nú hlaupið í flokk smærri kraftabíla. Nýjasta gerð Volkswagen Golf R er nú 300 hestöfl og Subaru WRX STI er 305 hestöfl. Ford ætlar að skáka þessum tveimur keppnautum með gríðaröflugum Ford Focus ST sem vopnaður verður 350 hestöflum í næstu gerð hans.

Þetta gríðarafl kemur úr 2,3 lítra og fjögurra strokka EcoBoost vélinni sem einnig má finna í Ford Mustang. Svona mikið afl er yfirdrifið fyrir framhjóladrif og því verður Focus ST bíllinn fjórhjóladrifinn. Ford Focus ST verður kynntur næsta vor og verður á samkeppnisfæru verði við helstu keppinauta sína, þrátt fyrir að vera þónokkuð öflugri. 






×