Bílar

Ford Focus RS fær fjórhjólarif og 350 hestöfl

Finnur Thorlacius skrifar
Ford Focus RS hefur verið við prófanir á Nürburgring brautinn þýsku undanfarið og þar náðist þessi mynd af bílnum.
Ford Focus RS hefur verið við prófanir á Nürburgring brautinn þýsku undanfarið og þar náðist þessi mynd af bílnum.
Fjölskyldubíllinn Ford Focus er framleiddur í nokkrum útgáfum og núverandi Ford Focus ST er heilmikil kraftakerra með 252 hestöfl í farteskinu sem kemur frá 2,0 lítra EcoBoost vél með forþjöppu.

Ekki finnst Ford mönnum það nóg og í þróun er nú ný RS útgáfa bílsins sem verður 350 hestöfl með  2,3 lítra EcoBoost vél. Hana má einnig má finna í Ford Mustang en þar skilar hún „ekki nema“ 310 hestöflum. Með allt þetta afl er ekki nóg að senda það til annars öxuls bílsins og því verður hann fjórhjóladrifinn.

Núverandi Ford Focus RS er með 2,5 lítra vél og er framhjóladrifinn. Þessi nýi bíll ætti því að vera feykileg spurnukerra. Hann verður á 19 tommu felgum og fyrir innan þær verða gríðaröflugar bremsur til að hemja allt þetta afl. Ford hefur ekki boðið Focus RS í Bandaríkjunum en breyting verður á því með tilkomu nýja bílsins.






×