Formúla 1

Force India vill keppa við Williams

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Force India bíllinn í lokakeppninni í Abú Dabí.
Force India bíllinn í lokakeppninni í Abú Dabí. Vísir/Getty
Force India bindur vonir við framfarir sem liðið hefur þegar fundið. Markið er sett hátt. Stefnan er að keppa við Williams á næsta tímabili.

Force India endaði í sjötta sæti í keppni bílasmiða í ár með helming þeirra stiga sem Williams liðið nældi í. Tæknistjóri Force India, Andrew Green segir liðið hafa verið þokkalega samkeppnishæft á tímabilinu. Williams bíllinn var af mörgum talinn sá besti á eftir Mercedes bílnum undir lok tímabils.

„Í upphafi tímabils var ansi stór hópur bíla fyrir aftan okkur og við vorum efnilegir. Yfir tímabilið minnkaði bilið og fleiri komust á milli okkar og hröðustu bíla. Það lítur út fyrir að við höfum farið aftur á bak en munurinn á milli okkar og þeirra bestu er svipaður,“ sagði Green.

Þegar horft er til næsta árs er Green viss um að loftflæðiframfarirnar sem liðið hefur þegar náð muni ásamt uppfærslu á Mercedes vélinni hjálpa liðinu að ná Williams liðinu.

„Vonandi getum við að minnsta kosti verið að elta Williams bílana. Það ætti að vera okkar staður og ég held að öll púslin sem við erum að bæta í spilið muni skila því, ásamt vindgangaprófununum,“ sagi Green einnig.

Mercedes eru að gera gott mót að mati Green, hann segir að það sé afar spennandi að fylgjast með hvernig Mercedes vélin sé að þróast fyrir næsta tímabil.


Tengdar fréttir

Red Bull óttast meiri yfirburði Mercedes 2015

Red Bull liðið gerir ekki ráð fyrir að eiga roð í Mercedes á næsta tímabili. Red Bull telur að yfirburðir þýska risans verði líklega meiri en í þeir voru í ár.

Hamilton stefnir á sjö ár í viðbót

Lewis Hamilton segist vilja vera sjö ár í viðbót í Formúlu 1. Ef honum tekst ætlan sín þá er ferill hans í Formúlu 1 hálfnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×