FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 10:30

Spila međ brotin nef og brotna fćtur

SPORT

Force India kynnir bleikan bíl

 
Formúla 1
20:30 14. MARS 2017
Force India bíllinn er orđinn bleikur.
Force India bíllinn er orđinn bleikur. VÍSIR/FORCEINDIAF1.COM
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýtt útlit á bíl liðsins. Bíllinn sem var silfur-grár að megninu til er orðinn bleikur að mestu leyti.

Ástæðu breytinganna er að rekja til nýs styrktaraðila BWT sem er vatnstækni fyrirtæki. Hjálmar ökumanna verða einnig í svipuðum stíl.

Liðsstjóri Force India, Vijay Mallya sagði að það væri stór frétt fyrir Formúlu 1 að BWT ákveði að styrkja lið innan keppnisraðarinnar.

„Koma BWT í Formúlu 1 er stórfrétt og staðfestir að það gekk vel að finna styrktaraðila. Það sýnir að góðar niðurstöður leiða til þess að auðveldara er að finna styrktaraðila.“

„Árið 2017 verða bílarnir okkar með líflegt útlit og mattri áferð,“ bætti Mallya við.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Force India kynnir bleikan bíl
Fara efst