Formúla 1

Force India frumsýnir nýjan bíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
VJM10 í allri sinni dýrð ásamt ökumönnum Force India, Sergio Perez og Esteban Ocon.
VJM10 í allri sinni dýrð ásamt ökumönnum Force India, Sergio Perez og Esteban Ocon. Vísir/Force India
Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag keppnisbíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið VJM10 og gerir liðið miklar væntingar til hans.

Force India náði sínum besta árangri í keppni bílasmiða á síðasta ári þegar liðið hafnaði í fjórða sæti. Síðan þá hefur ökumaðurinn Nico Hulkenberg farið frá liðinu yfir til Renault. Sæti hans tók Esteban Ocon sem er á mála hjá Mercedes sem ungur ökumaður.

Liðsfélagi Ocon veðrur Sergio Perez, sem hefur ekið fyrir Force India síðan 2014.

Mesta athygli vekur uggi aftan á loftinntaki fyrir ofan höfuð ökumann. Eins er brattur halli þar sem framfjöðrunin festist við bílinn.

„Við höfum lagt mikla áherslu á að komast í sem best líkamlegt form, við höfum lagt helst áherslu á að styrkja hálsinn og efla viðbragðshraða,“ sagði Ocon við afhjúpun bílsins.

Ocon ók níu keppnir á síðasta tímabili, þá fyrir Manor liðið sem hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta.

„Ég ætla að halda mig við það sem ég hef áður sagt, lýsa litlu yfir en skila svo miklu,“ sagði Vijay Mallya, liðsstjóri Force India.


Tengdar fréttir

Williams bíllinn afhjúpaður

Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum.

Manor-liðið í Formúlu 1 er gjaldþrota

Starfsfólk Manor liðsins í Formúlu 1 var sent heim í dag. Enginn kaupandi fannst en liðið var komið í skiptameðferð. Liðið er komið í gjaldþrotameðferð.

Sauber afhjúpar nýjan bíl

Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs.

Renault kynnir nýjan bíl

Formúlu 1 lið Renault kynnti í dag nýjan bíl sinn, RS17. Bíllinn er hálfur gulur og hálfur svartur. Bíllinn liðsins í fyrra var svartur á æfingum en gulur þegar að keppnum kom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×