Viðskipti innlent

Fór með drauminn í farteskinu og ástríðuna að vopni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorsteinn Baldur Friðriksson.
Þorsteinn Baldur Friðriksson. vísir
Hann fór með drauminn í farteskinu og ástríðuna að vopni til Kaliforníu og vann hugu og hjörtu …og ekki síst veski fjárfestanna í Kísildal, þar sem samkeppnin er hvað hörðust í þessum bransa. 

Jón Ársæll Þórðarson fylgist með Þorsteini Baldri Friðrikssyni, framkvæmdarstjóra Plain Vanilla, í næsta þætti af Sjálfstæðu fólki sem verður sýndur á sunnudagskvöldið á Stöð 2. 

Þessi sigurganga hefur borgað sig margfalt til baka þar sem hugarfóstur hans, smáforritið QuizUp hefur slegið í gegn svo um munar með 30 milljón notendur um allan heim í dag.

Í kjölfarið komu tilboð um kaup á fyrirtæki hans uppá hátt í 20 milljarða króna sem hann hafnaði og ætlar sér enn stærri hluti með QuizUp forritið í framtíðinni.

Honum er líka um munað að halda starfseminni hér á Íslandi, enda segir hann að hér sé mikið úrval af góðu starfsfólki.

Jón fylgir Þorsteini meðal annars vestur um haf á stjórnarfund þar sem hann heillaði menn enn og aftur uppúr skónum með framtíðaráformum sínum.

Þorsteinn er mikill vinnuþjarkur og fékk Jón Ársæll að vera fluga á vegg hjá honum í vinnunni þar sem frumleg vinnubrögð eru allsráðandi. Hann hefur á sama tíma komið sér upp glæsilegu heimili á Ægissíðunni og við fylgjumst með þeim breytingum sem þar áttu sér stað.

Þrátt fyrir alla vinnuna leggur Þorsteinn mikla áherslu á fjölskylduna og eyðir eins miklum tíma og hann getur með börnum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×