Golf

Fór holu í höggi og vann ferð út í geim

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Skotinn Andy Sullivan er á leið út í geim.
Skotinn Andy Sullivan er á leið út í geim. Vísir/Getty Images
Skoski kylfingurinn Andy Sullivan átti heldur betur góðan dag á KLM Open mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í Hollandi. Sullivan gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. braut en verðlaunin fyrir það afrek er ferð út í geim með XCOR Space Expeditions sem mun innan tíðar fljúga reglulega með farþega út í geim.

Sullivan lék lokahringinn á 67 höggum og hafði að lokum í þriðja sæti í mótinu. „Ég var ekki að spila neitt sérstaklega vel en sló inn á milli frábærum höggum líkt og þessu á 15. braut. Kylfusveinninn öskaði að við værum að fara út í geim,“ sagði hinn 28 ára gamli Sullivan.

Kylfingurinn þarf að undirgangast stífa þjálfun áður en hann fer út í geim. Ferðin út í geim er verðlögð á um 15 milljónir króna. Hann fékk einnig um 20 milljónir króna í verðlaunafé fyrir árangur sinn í mótinu.

Englendingurinn Paul Casey bar sigur úr býtum í mótinu en hann lék hringina fjóra á samtals 14 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×