Erlent

Fór heiman frá sér um miðja nótt því hana langaði í ís

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á myndum úr eftirlitsmyndavélum sést hvar Annabel fer í strætóinn, rennandi blaut, klukkan 3 um nóttina.
Á myndum úr eftirlitsmyndavélum sést hvar Annabel fer í strætóinn, rennandi blaut, klukkan 3 um nóttina.
Fjögurra ára gömul stúlka, Annabel Ridgeway, fór frá heimili sínu um miðja nótt fyrir skömmu og stökk upp í strætó í grenjandi rigningu því hana langaði í ís.

Á myndum úr eftirlitsmyndavélum sést hvar Annabel fer í strætóinn, rennandi blaut, klukkan 3 um nóttina.

Hún sagði farþegum að hún hefði klætt sig, farið út um dyrnar og rölt af stað því hana langaði í ís úr nálægri sjoppu.

„Hún vissi nákvæmlega hvert hún var að fara,“ sagði strætóbílstjórinn Harlan Jenifer.

Bílstjórinn stöðvaði umsvifalast vagninn og hringdi á lögregluna sem kom stúlkunni til foreldra sinna. Þau tóku dóttur sinni skiljanlega fagnandi.

Annabel fékk á endanum ósk sína uppfyllta en aðeins með því að gefa foreldrum sínum það loforð að hún léti af ævintýramennsku sinni, í bili að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×