Lífið

Fór fram fyrir í iPhone-röð og nördarnir brjáluðust

Röðin fyrir utan verslun Apple teygði sig langt niðureftir götunni. Sumir biðu alla nóttina eftir að verslunin opnaði um morguninn.
Röðin fyrir utan verslun Apple teygði sig langt niðureftir götunni. Sumir biðu alla nóttina eftir að verslunin opnaði um morguninn.

Gamanleikarinn Jason Bateman náði að reita mikinn fjölda tölvunörda til reiði í síðustu viku þegar hann fékk að fara fram fyrir röð af fólki sem beið fyrir utan Apple verslun til að kaupa nýjasta iPhone 4 símann.

Um tvöþúsund manns biðu í röð fyrir utan verslunina til að geta fest kaup á símanum og sumir höfðu beðið alla nóttina.

„Þetta var fáránlegt. Fólk varð mjög reitt því þetta var út í hött. Hann kom um klukkan fimm um morguninn og beið í röðinni eins og við hin, en um klukkan tíu var hann leiddur inn í verslunina af starfsfólki verslunarinnar," var haft eftir sjónarvotti sem hafði beðið í röð frá því um klukkan þrjú um nóttina.

Bateman má eiga það að hann var mættur klukkan fimm um morguninn.

Bateman segist þó ekki hafa orðið var við reiði viðstaddra og tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni.

„Það baulaði enginn á mig. Það sagði enginn orð. Starfsmaður verslunarinnar sótti mig úr röðinni til að hlífa mér við ljósmyndurum sem þarna stóðu. Ég var sáttur við að bíða í röð. Ég vildi óska að ég hefði beðið áfram í röðinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×