Fótbolti

Fór boltinn yfir línuna í víti Vlaar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Kenningar hafa komið fram þess efnis að Ron Vlaar hafi þrátt fyrir allt skorað úr vítaspyrnu sinni gegn Argentínu í gær.

Vlaar átti frábæran leik í vörn Hollands í undanúrslitaleik liðanna sem réðst svo í vítaspyrnukeppni. Argentína hafði þar sigur en Vlaar klikkaði á fyrstu spyrnu vítaspyrnukeppninnar.

Eða hvað? Eins og sjá má í meðfylgjandi myndböndum sést boltinn rúlla í átt að markinu eftir að Sergio Romero, markvörður Argentínu, varði spyrnuna.

Boltinn hafði þó jafnvel einnig viðkomu í Vlaar sjálfum en síðara myndbandið virðist sýna að hann hafi náð að koma sér undan snertingu.

Niðurstöðunni verður vitanlega ekki breytt úr þessu en vefsíða breska blaðsins Guardian fjallaði um málið í kvöld.


Tengdar fréttir

Vlaar: Ég var ekki stressaður

Ron Vlaar átti frábæran leik í hollensku vörninni en fór illa að ráði sínu í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×