Enski boltinn

Fonte að fá risasaming í Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fonte er á leið til Kína í peningana.
Fonte er á leið til Kína í peningana. vísir/afp
Jose Fonte, varnarmaður West Ham, er nálægt því að komast að samkomulagi við kínverska félagið Dalian Yifang. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Fonte, sem er orðinn 34 ára gamall, gekk í raðir West Ham fyrir tímabilið 207, en áður hafði hann spilað í sjö tímabil fyrir Southampton þar sem hann spilaði 260 leiki. Í þeim skoraði hann fimmtán mörk.

Kínverska deildin byrjar ekki fyrr en 2. mars, en miklir peningar eru í kínverska boltanum. Þangað hafa margir leikmenn, á síðari árum ferilsins, farið undanfarin ár og sótt nokkra aura í kassann fyrir komandi ár.

Fonte hefur einungis spilað átta leiki  af 27 fyrir West Ham það sem af er deildinni, en West Ham er í tólfta sætinu með 30 stig. Liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn David Moyes sem tók við liðinu af Slven Bilic í byrjun nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×