Erlent

Fönguðu sólgos í háskerpu

Samúel Karl Ólason skrifar
Sólgosið var af miðlungsstærð.
Sólgosið var af miðlungsstærð.
Gervihnöttur NASA fangaði í mánuðinum myndskeið af sólgosi. Sólgosið var af miðlungsstærð og olli vandræðum með útvarpssendingum hér á jörðu niðri. Gervihnettinum var skotið á loft árið 2010 og er hann notaður til að rannsaka sólgos og hvers vegna þau verða.

Skaðleg geislun frá sólgosunum kemst ekki í gegnum gufuhvolf jarðarinnar en séu þau nægilega kraftmikil getur hún valdið segulstormum. Segulstormar geta haft margvísleg áhrif á fjarskipti, rafveitukerfi og gervitungl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×