Erlent

Fönguðu gríðarstóran fellibyl úr geimstöðinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Samantha Cristoforetti
Fellibylurinn Maysak stefnir nú hratt á Filippseyjar og íbúar þar undirbúa sig fyrir átökin. Reiknað er með að fellibylurinn nái þar landi á næstu þremur dögum. Þegar mest var, var vindhraði fellibylsins um 225 kílómetrar á klukkustund, en dregið hefur úr styrkleika hans.

Í gær náðust myndir af fellibylnum úr Alþjóðlegu geimstöðinni og er óhætt að segja að um stórfenglegar myndir sé að ræða.

Geimfarinn Samantha Cristoforetti náði fjölmörgum góðum myndum, en einnig náðust myndskeið af fellibylnum á myndavélum sem festar hafa verið utan á geimstöðina.

Fleiri myndir má sjá hér á Flickr-síðu Samönthu. Beina útsendingu frá geimstöðinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×