Lífið

Fólkið á Sónar: Kippa sér ekki upp við kuldann

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Bretarnir Holly og Pete hlakka til að sjá samlöndu sína Sophie í kvöld.
Bretarnir Holly og Pete hlakka til að sjá samlöndu sína Sophie í kvöld. Vísir/AndriMarinó
Pete Taylor og Holly Griffiths eru frá Brighton og munu dvelja á Íslandi í fimm daga. 

„Þetta er fyrsta skiptið okkar á Íslandi, við komum sérstaklega fyrir Sónar, en líka til að skoða landið,“ segja þau og bæta við að þau hafi skellt sér allnokkrum sinnum á Sónar í Barcelona og í framhaldinu ákveðið að athuga hvernig hátíðin væri á Íslandi.

Fyrstu dagana notuðu þau til þess að skoða landið, fóru í Bláa lónið og skoðuðu meðal annars Geysi. En restin af ferðinni verður tileinkuð Sónar.  

Þau eru alsæl með Hörpuna og kippa sér ekki mikið upp við veðrið, þó það sé kaldara en þau eiga að venjast. „Það er frekar kalt og mikill snjór, við fáum ekki mikið af snjó heima. En það er bara fínt,“ segja þau og hlæja.

Parið hlakkar til að sjá samlöndu sína Sophie í kvöld en segjast því miður ekki þekkja ekki mikið af íslensku hljómsveitunum þó þau séu hrifin af Sigur Rós og Björk. 


Tengdar fréttir

Sónar playlisti Vísis

Sónar hefst í kvöld. Hér eru nokkrir sem við mælum með að þú lítir á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×