Lífið

Fólkið á Sónar: Áhugamaður um elektróníska tónlist

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Norðmaðurinn Andreas Helland er áhugamaður um elektróníska tónlist.
Norðmaðurinn Andreas Helland er áhugamaður um elektróníska tónlist. Vísir/AndriMarinó
Andreas Helland er norskur ljósmyndar, hjúkrunarfræðingur og áhugamaður um elektróníska tónlist.

Hann er í fyrsta skipti hér á Íslandi en hingað kom hann með félaga sínum en þeir hafa nokkrum sinnum áður farið saman á Sónar í Barcelóna.

Þeir félagarnir stoppa stutt en stefna samt á að gera sem mest úr dvöl sinni hérlendis. Þeir nota dagana til þess að skoða landið og kvöldin til þess að upplifa töfra tónlistarhátíðarinnar.

Af íslensku hljómsveitunum sem hann þekkir nefnir hann Samaris og segir að sér þyki gaman að þau flytji lögin á íslensku.

„Mig langar líka til þess að versla smá, mig langar mikið í íslenska peysu,“ segir Andreas og á hann þá væntanlega við hina ramm íslensku lopapeysu.


Tengdar fréttir

Sónar playlisti Vísis

Sónar hefst í kvöld. Hér eru nokkrir sem við mælum með að þú lítir á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×