Lífið

Fólkið á Airwaves: Þrír Finnar sem eru mættir til að detta í það

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valtteri Kuhmonen og Jyrki Paldan. Fyrir aftan þá situr Ilari Karimäki.
Valtteri Kuhmonen og Jyrki Paldan. Fyrir aftan þá situr Ilari Karimäki. vísir/stefán
„Við lentum í gær og þetta byrjar bara nokkuð vel,“ segir Finninn Valtteri Kuhmonen sem er hér á landi ásamt tveimur félögum sínum, þeim Jyrki Paldan og Ilari Karimäki.

Jyrki Paldan var skiptinemi í Reykjavík árið 2011 og fór þá einmitt á hátíðina. Nú dró hann félaga sína með sér.

„Það var reyndar nokkuð svekkjandi að ná ekki miða á John Grant og Sinfó, en fyrir utan það hefur þetta farið frábærlega af stað,“ segir Paldan í Hörpunni í gær.

„Ég skemmti mér svo vel þegar ég fór á Airwaves fyrir fjórum árum að ég náði að plata þessa stráka með mér í ár,“ segir Paldan.

Þeir strákarnir þekkja fáa listamenn sem koma fram á hátíðinni en ætla ganga á milli staða og kynna sér þá listamenn sem eru að spila.

„Við erum í raun hér til að detta í það og skemmta okkur, það er bara bónus að sjá flotta listamenn,“ segja þeir félagar. Þeir voru allir sammála um það að veðrið gæti verið betra en þetta væri ekkert sem þeir væru ekki vanir í Finnlandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×