Lífið

Fokk ofbeldi-húfurnar komnar aftur í sölu

Guðný Hrönn skrifar
Teymið hjá UN Women á Íslandi hvetur landsmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi.
Teymið hjá UN Women á Íslandi hvetur landsmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi. Mynd/Saga Sig
UN Women á Íslandi kynnti í dag nýja Fokk ofbeldi-húfu en húfan sló svo sannarlega í gegn á seinasta ári. Fokk ofbeldi-húfan gegnir mikilvægu hlutverki en henni er ætlað að vekja fólk til vitundar um það stöðuga ofbeldi sem konur og stelpur þurfa að þola á almenningssvæðum í borgum víða um heim.

Fokk ofbeldi-húfan kom fyrst út í fyrra og seldist upp á fimm dögum. „Það var rosalega ánægjulegt að finna þennan mikla áhuga og stuðning almennings,“ segir Marta Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi. Hún hvetur fólk til að hafa hraðar hendur og næla sér í húfu en þær koma í takmörkuðu upplagi

„Mann vantar alltaf húfu í febrúar og ekki er verra að styðja við gott málefni um leið, auka öryggi kvenna og stelpna í borgum víða um heim. Við hvetjum því alla til að tryggja sér húfu og gefa um leið ofbeldi fingurinn!“

Húfan rauk út á mettíma í fyrra.Myndir/Saga Sig
Húfan þjónar ekki bara mikilvægu hlutverki heldur er hún eitursvöl.

„Já, húfan er steingrá með svörtu FO-merki, virkilega klæðileg og fer öllum vel.“

Húfan, sem kemur í tveimur stærðum, kostar 4.500 og ágóði sölunnar rennur til verkefnis UN Women, Öruggar borgir (Safe Cities Global Initiative).

„Og vert er að taka fram að Vodafone styrkti framleiðsluna þannig að allur ágóði rennur óskertur til verkefnisins,“ segir Marta.

Þess má geta að húfan fæst í verslun Vodafone í Kringlunni og á unwomen.is frá og með deginum í dag til 24. febrúar.


Tengdar fréttir

Fokk ofbeldi

UN Women á Íslandi kynntu fyrir stuttu húfu til sölu sem ber merkið FO. FO stendur fyrir Fokk Ofbeldi og er átakinu ætlað að vekja athygli og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi gegn konum.

#fokkofbeldi húfurnar rjúka út - Myndir

Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hófst í síðustu viku í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín.

Fokk ofbeldi-húfan til stuðnings konum á flótta

Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hefst í dag í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín.

Fokk ofbeldi

Mitt daglega líf snýst um jafnvægi. Ég reyni að öskra ekki á þá sem svína fyrir mig í umferðinni og ég tuða ekki í fólkinu sem kann ekki að fara greiðlega í gegnum matvöruverslun á háannatíma. Ég axla ekki foreldra barna sem hafa unnið KR í körfubolta og ég beiti ekki hamrinum á höfuð nágrannans þegar hann heldur áfram við að smíða örkina sína á neðri hæðinni. Þetta er mér tiltölulega auðvelt verkefni af því að í grunninn hef ég engan áhuga á að vera vond við annað fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×