Innlent

Fógetagarðurinn gengur í endurnýjun lífdaga

Jón Júlíus Karlsson skrifar
„Mér líður eins og ég sé erlendis," sagði einn gestur á götumatarmarkaðnum Krás sem fram fór í Fógetagarðinum í miðborg Reykjavíkur í dag. Fógetagarðurinn gengur undir endurnýjun lífdaga næstu laugardaga.

Fógetagarðurinn sem stendur á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu sem Reykjavíkurborg vinnur að um þessar mundir. Markmiðið er að blása lífi í svæði í miðborginni sem litið eru notuð. Skúli fógeti fékk all nokkurn félagsskap í dag þegar götumatarmarkaðurinn Krás fór fram í dag því fjölmargir gæddu sér sér á kræsingum frá nokkrum af helstu veitingastöðum borgrinnar tóku höndum saman í dag.

Ólafur Örn Ólafsson og Gerður Jónsdóttir stýra götumatarmarkaðnum en þau höfðu bæði fengið hugmynd að þessu verkefni áður en starfsmenn Reykjavíkurborgar leiddi þau saman í Fógetagarðinum. Garðurinn hafi smellpassað fyrir verkefnið.

Götumatarmarkaðurinn mun halda áfram í Fógetagarðinum næstu fjóra daga og mældist vel fyrir meðal gesta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×