Erlent

Föðurlandslögin ekki endurnýjuð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti krefst þess að lögin verði framlengd sem fyrst.
Barack Obama Bandaríkjaforseti krefst þess að lögin verði framlengd sem fyrst. vísir/ap
Bandarísk yfirvöld hafa ekki lengur heimild til að njósna um og hlera bandaríska ríkisborgara. Ekki náðist samkomulag á Öldungadeild bandaríska þingsins í gær um að framlengja föðurlandslöggjöfina svokölluðu og rann hún því út á miðnætti.

Þjóðaröryggisstofnun landsins, NSA, þarf því að draga svo um nemur úr starfsemi sinni .Öldungadeildin mun koma saman síðar í vikunni og kjósa um endurnýjun laganna.

Talið er að um tímabundið ástand sé að ræða enda hefur forsetinn krafist þess að lögin verði endurnýjuð sem allra fyrst. Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins seint í gærkvöld og sagði það ábyrgðaleysi af öldundadeildinni að hafa ekki framlengt lögin. Um þjóðaröryggi væri að ræða.

Föðurlandslögin voru sett á í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 en þau veita yfirvöldum afar víðtæka heimild til upplýsingaöflunar og eftirlits. Lögin eru umdeild en stjórnvöld segja þau til þess fallin að koma í veg fyrir hryðjuverk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×