Viðskipti innlent

FME segir arðgreiðslur tryggingafélaga í samræmi við lög

ingvar haraldsson skrifar
Fjármálaeftirlitið telur færslu FÍB uppfulla af rangfærslum.
Fjármálaeftirlitið telur færslu FÍB uppfulla af rangfærslum. Fréttablaðið/GVA
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að svara gagnrýni Félags íslenskra bifreiðareigenda (FÍB) á störf sín. FÍB gagnrýndi FME harðlega um helgina og sagði að eftirlitið vanræki skyldur sínar við almenning og hugsi eingöngu um hag fjármálafyrirtækja og fjárfesta og hvatti fjármálaráðherra til að grípa til aðgerða.

FME segir rangt sem komi fram á vef FÍB að eftirlitið geti skipað tryggingarfélögum „að endurgreiða vátryggingartökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin.“

Fyrir því sé ekki lagastoð. Í 61. gr. laga um vátryggingarstarfsemi komi m.a. fram að vátryggingafélögum sé einungis heimilt að úthluta arði ef ljóst sé að kröfur um tilskilið lágmarksgjaldþol séu uppfylltar. Fyrirhugaðar arðgreiðslur félaganna séu í samræmi við núgildandi lög um vátryggingarstarfsemi. Félögin muni uppfylla lágmarkskröfur um gjaldþol eftir arðgreiðslu.

Lagt er til að tryggingafélögin þrjú, VÍS, Sjóvá og TM greiði samanlagt 9,6 milljarð í arð, nær tvöfaldan hagnað síðasta árs.

FME segir að á árunum 2009 til 2013 hafi ekki verið greiddur út arður hjá tryggingafélögunum og því séu uppsafnaðnaður hagnað sem félögin hafa verið að greiða út í arð síðustu tvö ár.

Einnig sé rangt að bótasjóður sé eign vátryggingartakanna sjálfra. „Í því sambandi er rétt að benda á að til eru tvö félagaform utan um rekstur vátryggingafélaga, hlutafélög í eigu hluthafa og gagnkvæm vátryggingafélög sem eru í eigu vátryggingartakanna sjálfra. Í hlutafélögum má ráðstafa hagnaði í formi arðs til hluthafa en í gagnkvæmum vátryggingafélögum er hagnaði deilt til vátryggingartaka sjálfra í formi arðs eða með lægri iðgjöldum. Hins vegar er vert að benda á að stjórn vátryggingafélags og hluthafar þess hafa ákvörðunarvald um hvort og þá hvernig vátryggingartakar njóta góðs af hagnaði félagsins,“ segir á vef FME.

Tryggingafélögin útskýri mál sitt

FME segir ámælisvert að hve litli leyti tryggingafélögin hafa útskýrt ástæður arðgreiðslnanna

„Dæmi er um að vátryggingafélög hafi látið misskilning og rangtúlkanir óátaldar og með því ekki gætt nægilega að orðsporsáhættu. Fjármálaeftirlitið telur takmarkaða upplýsingagjöf vátryggingafélaganna gagnvart almenningi og hagsmunaaðilum, vegna fyrirhugaðra arðgreiðslna, vera ámælisverða,“ segir á vef FME.

Íslensku tryggingafélögin séu eru rekin sem hlutafélög og eigu vátryggingartakar því ekki eignir sem félögin nota á móti vátryggingaskuld (bótasjóð) líkt og haldið hafi verið fram í umfjöllun FÍB.

Grunnrekstur standi undir sér

Þá sé mikilvægt að vátryggingafélög leggi áherslu á að grunnrekstur þeirra sé ekki rekinn með tapi, þar sem félögin geti ekki reitt sig á að fjárfestingartekjur séu stöðugar. „Miðað við sögulega afkomu af kjarnastarfsemi vátryggingafélaga má ætla að áhersla á vátryggingareksturinn hafi verið ófullnægjandi.  Afkoma vátryggingafélaga hefur um árabil verið að miklu leyti háð afkomu af fjárfestingarstarfsemi.“

Neytendur geti flutt sig milli félagi

Þá vill FME árétta að neytendum sé heimilt að flytja sig milli tryggingarfélaga séu þeir ósáttir við að vera í viðskiptum við sitt tryggingarfélag. Þetta geti þeir gert hvenær sem er samkvæmt lagabreytingu frá því í júlí 2015.


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×