Lífið

Flytja verk Messianen

Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir koma fram á hádegistónleikum í Hörpu á sunnudag.
Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir koma fram á hádegistónleikum í Hörpu á sunnudag.
Píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir leiða saman flygla sína á Listahátíð og flytja verkið Amen séð í hugsýnum eftir Olivier Messianen í fyrsta sinn á Íslandi. Í ár eru tuttugu ár liðin frá dauða hins framsækna franska tónskálds.

Messiaen samdi verkið árið 1943 og var það með fyrstu verkunum sem hann samdi eftir að hann var látinn laus úr fangabúðum nasista. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytur stuttan inngang á undan tónleikunum og gefur tónleikagestum innsýn í litríkan tónheim Messiaen.

Tónleikarnir verða í Norðurljósasal Hörpu klukkan 11.30 á sunnudaginn, 3. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×