Viðskipti innlent

Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Með kaupunum ætlar HB Grandi að tryggja afla til bolfiskvinnslu á Vopnafirði.
Með kaupunum ætlar HB Grandi að tryggja afla til bolfiskvinnslu á Vopnafirði. Vísir/GVA
HB Grandi hefur gert kaupsamning um að kaupa aflahlutdeildir af Hafnarnesi í Þorlákshöfn. Aflahlutdeildirnar eru í bolfiski og svara til 1.600 þorskígildistonna. Kaupverð er 3.950 milljónir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Ríflega helmingur aflaheimildanna er í þorski en með þessu hyggst HB Grandi tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði. Er þetta gert með þessum hætti til að komast hjá því að skerða afla til annarra starfsstöðva fyrirtækisins.

Aflahlutdeild HB Granda fer því úr um 43.800 þorskígistonnum í um 45.400 þorskígildistonn eða úr 10,7 prósent af heildaraflahlutdeild í 11,1 prósent. Viðskiptin þýða einnig að stærstur hluti bolfiskskvóta Þorlákshafnar flyst úr bæjarfélaginu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×