Lífið

Flýgur sérstaklega til Íslands til að hlaupa nakinn með hestum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Turner gerir sér ferð til landsins til að tengjast hestunum á sinn sérstaka hátt.
Turner gerir sér ferð til landsins til að tengjast hestunum á sinn sérstaka hátt. mynd/Twyla
Nick Turner lætur taka myndir af sér í íslenskri náttúru þar sem hann hleypur nakinn með íslenska hestinum. Hann segist vilja tengjast dýrunum og náttúrunni.

Vefsíðan Vice fjallar ítarlega um Nick sem byrjaði að heimsækja landið árið 2011 en Nick starfa sem listamaður og lítur á þetta sem list.

„Ég held að verk mín séu misskilin,“ segir hann í samtali við Vice en DV greindi fyrst frá málinu í íslenskum miðlum.

„Þetta er ekki bara ég að hlaupa nakinn með hestum, langt því frá. Ég er að reyna varpa fram þeirri hugmynd að við sem lífverur erum saman í heiminum og þetta er okkar náttúralega útlit. Maðurinn hefur sömu hvatir og hestar og ég er að sýna fram á það“

Turner leið alltaf best úti í náttúrunni sem barn.

„Þessar ljósmyndir eru flest allar teknar úti í náttúrunni með hestunum. Með tímanum varð þetta í raun að tilraun til að sjá af hverju mér leið eins og ég væri eitthvað öðruvísi þegar ég var barn. Mig langar í raun að vera partur af þeirra hóp, ekki karlmaður sem stendur bara við hliðiná þeim.“

Turner líður virkilega vel hér á landi og er orðinn ástfanginn af landi og þjóð. Það sem heillaði Turner sérstaklega var að Íslendingar trúi á eitthvað yfirnáttúrulegt eins og álfa og huldufólk.

„Ég vil að áhorfandinn finni sérstaka tilfinningu þegar hann sér listina mína. Að verkin skapi einhverja forvitni og fólk hugsi út í margbreytileika heimsins og náttúrunnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×