Tónlist

Flutti lög eftir föður sinn heitinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Dhani Harrison, sonur Bítilsins heitna George Harrison, heimsótti spjallþátt Conan O'Brien í síðustu viku. Vikan var tileinkuð minningu George en hann lést árið 2001.

Dhani flutti lög af plötunni All Things Must Pass sem George gaf út árið 1970 og settist síðan niður hjá Conan og spjallaði um hvernig hann heldur nafni föður síns á lofti.

Dhani kvæntist hinni íslensku Sólveigu Káradóttur, fyrrverandi fyrirsætu og menntuðum sálfræðingi, árið 2012.

Aðrir sem hafa heiðrað minningu George hjá Conan eru Beck, Paul Simon og Norah Jones.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×