Erlent

Flutningaskip sökk undan strönd Belgíu

Atli Ísleifsson skrifar
Um tólf manns voru í áhöfn Flinterstar og var öllum bjargað.
Um tólf manns voru í áhöfn Flinterstar og var öllum bjargað. Vísir/EPA
Hollenska vöruflutningaskipið Flinterstar sökk eftir að hafa rekist á olíuflutningaskip í Norðursjó, nærri belgísku hafnarborginni Zeebrugge, fyrr í dag.

Litlar skemmdir urðu á olíuflutningaskipinu sem siglir undir fána Marshalleyja.

Björgunarlið frá Belgíu og Hollandi tókst að bjarga öllum um borð í skipinu Flinterstar, en um tólf manns voru í áhöfninni.

Sumir áhafnarmeðlina voru fluttir á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×